Frakkar á Íslandsmiðum opnar 15. maí
09.05.2025
Fjarðabyggð efnir til samkeppni um nafn á nýju húsnæði sem í verður búsetukjarni fyrir fatlað fólk og skammtímavistun fyrir fötluð börn. Samkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt.
Miðvikudagskvöldið 23. apríl sóttu ríflega 50 ungmenni sameiginlega opnun í Oddskarði og lokuðu skíðavertíðinni með frábærri kvöldstund. Rútur voru í boði og hægt var að leigja búnað í fjallinu fyrir þau sem vildu. Þó var einnig í boði að hafa það notalegt, spila og spjalla í skíðaskálanum fyrir þau sem ekki vildu fara í fjallið.
Öldungaráð Fjarðabyggðar hefur síðastliðinn vetur verið að rýna í starfsemi sína og er nú búið að setja saman nýja starfsáætlun. Í áætluninni er meðal annars fyrirhugað að halda mánaðarlega viðburði á starfstímabilinu í formi fræðslu- eða kynningar fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð. Fyrsta fræðslan verður haldin föstudaginn 9. maí, þar sem lögreglan á Austurlandi mun bjóða upp á forvarnarfræðslu um netsvindl. Markmiðið með þessum viðburðum er að veita eldra fólki mikilvægar upplýsingar og stuðning til að auka öryggi þeirra og vellíðan.
🐣 Kynnið ykkur dagskrá Páskafjörs 2025 ⛷️
Við viljum vekja athygli á breyttum opnunartíma sundlauga yfir sumatímann. En almenn sumaropnun tekur gildi 1. júní - 31. ágúst.
Sumarlokun verður í Sundlaug Fáskrúðsfjarðar frá 15. maí - 31. ágúst.
Opnunartími sundlaugarinnar á Stöðvarfirði breytist á sama tíma og verður frá klukkan 10 - 19 á virkum dögum og 13 - 17 um helgar.
Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmtudaginn 8. maí, athygli er vakin á að fundurinn er haldinn í Frystihúsinu í Breiðdal og hefst hann kl. 17:30
Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum, hægt er að nálgast útsendinguna hér.
Fundarboð: Bæjarstjórn - 396
Lokað verður í sundlaug Fáskrúðsfjarðar í dag mánudaginn 5.maí og þriðjudaginn 6.maí
vegna ungbarnasunds
beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda